Ráðstefna um stjórnarhætti fyrirtækja í dag - 25. maí

Þriðjudaginn 25. maí standa Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX á Íslandi og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um stjórnarhætti. Markmiðið með ráðstefnunni er að minna á mikilvægi góðra stjórnarhátta innan fyrirtækja og stofnana hér á landi, en ofangreindir aðilar gáfu á síðasta ári út nýja og endurbætta útgáfu af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík, hún hefst klukkan 12 og stendur til 13.45.

Ræðumenn á ráðstefnunni verða:

  • Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar - Stjórnarhættir fyrirtækja: hvað hefur verið gert?

  • Chris Pierce, forstjóri Global Governance Services Ltd. - Past, present and future corporate governance lessons

  • Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar - Hlutverk og starfshættir stjórna: erum við að gera réttu hlutina?

Eftir erindi ræðumanna verða pallborðsumræður og þar sem m.a. verður rætt með hvaða hætti hægt er að koma að úrbótum í stjórnarháttum fyrirtækja. Í pallborðinu munu sitja:

  • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta

  • Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og viðskiptaþróunar Auðar Capital

  • Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands

  • Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands

  • Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Frekari upplýsingar um rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands má nálgast hér.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur A), hún hefst klukkan 12 og stendur til 13.45.

Verð er krónur 1.500 og er hádegisverður innifalinn.

Skráning hér.