Ráðstefna um samskipti fjárfesta og frumkvöðla

Samtök iðnaðarins efna til ráðstefnu um samskipti fjárfesta og frumkvöðla föstudaginn 9. mars frá 8:30 til 12:00 í Salnum í Kópavogi. Þar munu fjárfestar og frumkvöðlar m.a. ræða hvort bætt samskipti þeirra geti aukið vaxtarhraða og þroska sprotafyrirtækja ásamt því að leiða til betri arðsemi þegar á markað er komið. Meðal þátttakenda er Jon S. Von Tetzchner, framkvæmdastjóri Opera Software. Nánari upplýsingar og skráning á vef SI