Ráðstefna um samgöngu- og orkumál: Driving Sustainability 2010

Dagana 16.-18. september verður ráðstefnan Driving Sustainability haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en hún höfðar til þeirra sem vilja fylgjast með þróun samgöngumála og orkumála. Félagsmönnum Samtaka atvinnulífsins býðst 25% afsláttur af ráðstefnugjaldi til og með 27. ágúst. Miðinn kostar kr. 56.900 ef hann er keyptur fyrir þann tíma.

Vakin er sérstök athygli á SMART deginum um fjármögnun verkefna en þátttaka á honum er ókeypis.

Skráning og nánar upplýsingar um ráðstefnuna er á: http://www.drivingsustainability.org/

UM DRIVING SUSTAINABILITY REYKJAVÍK ´10

Fjórða árið í röð leiðir Driving Sustainability saman fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem starfa við og vilja hafa áhrif á þróun samgöngumála. Stjórnendur, áhrifafólk, frumkvöðlar og áhugafólk um samgöngur, orkumál og umhverfismál hittast til að tengjast verkefnum, kynnast nýjungum og hlýða saman á heimsþekkta fyrirlesara spá í samtímann og framtíðina.  Á síðustu þremur árum hafa fyrirlesarar og gestir frá meira en 25 þjóðlöndum sótt ráðstefnuna.


Meðal fyrirlesara er hinn þekkti bílahönnuður Chris Bangle sem stýrði hönnunardeild BMW frá 1992 allt til ársins 2009.  Chris er talinn einn áhrifamesti bílahönnuður sögunnar og mun kynna spennandi sýn á samgöngur árið 2050.  Meðal annarra ræðumanna eru stjórnendur frá stærsta fyrirtæki Japan Tokyo Electric Power Company, stærsta bílaframleiðanda heims Toyota Motors og hinum umtalaða og ört vaxandi bílaframleiðanda Tesla Motors. Landsvirkjun, CHAdeMO samtökin og Mitsubishi Heavy industries munu leiða umræðuna um hlutverk orku í umbreytingu samgangna og fulltrúar Reykjavikur og Malmö segja frá sínum áætlunum.

SMART dagurinn

Laugardaginn 18. september munu fyrirtæki og frumkvöðlar fá tækifæri til að hitta fulltrúa alþjóðlegra fjárfesta og sérfræðinga í styrkveitingum til samgöngumála.  Dagskráin miðar að því að tengja saman hagsmuni fjárfesta og frumkvöðla í þróun nýrra lausna í samgöngum og alþjóðlegri markaðssetningu þeirra.


Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á: berglind@drivingsustainability.org