Ráðstefna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ráðstefnunni Þitt tækifæri – allra hagur í samstarfi við KOM almannatengsl á hótel Nordica þann 15. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan fjallar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (Corporate Social Responsibility - CSR ). Markmiðið er að auka skilning og vekja áhuga á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Á ráðstefnunni munu innlendir sem erlendir fyrirlesarar í fremstu röð á sviði samfélagslegrar ábyrgðar flytja stutta fyrirlestra um málefnið. Fjallað verður um hvernig íslensk fyrirtæki standi að samfélagslegri ábyrgð og framtíðarsýn þeirra. Auk þess verður fjallað um viðhorf stjórnmálamanna og fjölmiðla. Nánari upplýsingar og skráning hér.