Ráðstefna um rafræn viðskipti

Ráðstefna um stjórnun og rafvæðingu innkaupa undir heitinu Falinn fjársjóður, verður haldin þann 15.september n.k. á Grand hótel. Að ráðstefnunni standa ANZA og fjármálaráðuneytið í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, Landspítala - háskólasjúkrahús og Ríkiskaup. Á ráðstefnunni munu bæði innlendir og erlendir sérfræðingar miðla af reynslu sinni við innleiðingu rafrænnar tækni við innkaup. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að fylgjast með því helsta sem er að gerast á sviði rafrænna viðskipta.

Á ráðstefnunni Falinn fjársjóður verður fjallað um þær breytingar sem rafvæðing innkaupa kallar á varðandi skipulag og stjórnun innkaupamála. Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni.

- Kynning á alþjóðlegri samanburðarskýrslu um stöðu Íslands í rafrænum innkaupum. 
- Hvað eru norræn fyrirtæki að gera í innkaupamálum?
- Mikilvægir þættir við stjórnun breytinga.
- Árangursrík innleiðing rafrænna innkaupa. 

- Ávinningur kaupenda við rafvæðingu innkaupa. 
- Mikilvægi innkaupa hjá sveitarfélögum.
- Ávinningur seljenda við rafvæðingu innkaupaferla.


Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar verður hægt að nálgast á vef Ríkiskaupa innan tíðar, en þar er einnig hægt að skrá sig.