Ráðstefna um möguleika í atvinnumálum á Snæfellsnesi

Föstudaginn 30. mars nk. efna Samtök atvinnulífsins og Þróunarfélag Snæfellinga í samstarfi við Atvinnuráðgjöf Vesturlands til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi um möguleika í atvinnumálum á Snæfellsnesi. Á ráðstefnunni sem hefst kl. 13.00 verður m.a. fjallað um sjávarklasann og vaxtarmöguleika í sjávarútvegi á Snæfellsnesi, nýsköpun í vinnslu sjávarfangs og samstarf vinnslustöðva og rannsóknarstofnana, orkunýtingu til atvinnuuppbyggingar, ferðaþjónustu og afþreyingu allt árið.

Meðal frummælenda eru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sjöfn Sigurgísladóttir frá Íslenskri matorku, Sveinn Margeirsson forstjóri Matís, Ingólfur Þorbjörnsson  framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rósa Guðmundsdóttir hjá G. Run hf. og Friðrik Pálsson hótelhaldari Hótel Rangá.

Að loknum framsöguerindum og kaffihléi verður fjallað um uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi í vinnuhópum sem Björg Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Alta heldur utan um. Gert er ráð fyrir ráðstefnunni ljúki upp úr kl. 17.00

Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA - hér að neðan:

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG