Ráðstefna um íslenskan vinnumarkað í kjölfar stækkunar ESB

Föstudaginn 29. september verður í Sunnusal Hótel Sögu haldin ráðstefna EES vinnumiðlunar um íslenskan vinnumarkað í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins. Ráðstefnan er hluti af evrópsku verkefni þar sem áhersla er lögð á hreyfanleika á vinnumarkaði á árinu 2006 - European Year of Workers Mobility 2006. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Í tengslum við ráðstefnuna verður kynning á atvinnu- og námstækifærum í Evrópu, þar sem erlendir sérfræðingar kynna atvinnutækifæri í sínum löndum auk þess sem kynning verður á ýmsum þáttum sem tengjast námi erlendis. Sjá nánari dagskrá ráðstefnunnar á vef Vinnumálastofnunar.