Ráðstefna um fjármálalæsi föstudaginn 9. september

Stofnun um fjármálalæsi ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins kynna: Ráðstefnu um fjármálalæsi í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september 2011 kl. 9:15 - 14:30. Ráðstefnunni er ætlað að stuðla að átaki um að bæta fjármálavitund í samfélaginu og finna leiðir sem best eru til þess fallnar að efla fjármálalæsi á Íslandi. 

Á meðal fyrirlesara er dr. Adele Atkinson, einn helsti sérfræðingur heims um fjármálalæsi, en hún vinnur við rannsóknir og stefnumótun á fjármálalæsi hjá OECD. 

Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Sjá nánar á vef Stofnunar um fjármálalæsi