Ráðstefna um Basel II og áhrif á fyrirtækin 25. maí

Miðvikudaginn 25. maí stendur Samband íslenskra sparisjóða, í samstarfi við SA, fyrir ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík um nýjar eiginfjárreglur lánastofnana, sem munu hafa mikil áhrif á  samskipti lánastofnana við lítil og meðalstór fyrirtæki á EES. Markmið ráðstefnunnar er að búa stjórnendur íslenskra fyrirtækja undir þann veruleika sem skapast með gildistöku tilskipunarinnar árið 2006. Ráðstefnan er fjármögnuð af framkvæmdastjórn ESB. Sjá nánar