Ráðstefna um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum

Vinnueftirlitið efnir til ráðstefnu um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum á Grand Hótel þriðjudaginn 23. janúar frá klukkan 13-16. Á ráðstefnunni verða kynnt ný ákvæði  um skyldu atvinnurekenda til að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Einnig munu fulltrúar fyrirtækja greina frá reynslu sinni af áhættumati og forvörnum í starfi. Í lokin verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnvalda og fulltrúum atvinnurekenda og launþega. Sjá nánar á vef Vinnueftirlitsins.