Ráðstefna um áfallastjórnun 11. febrúar

Miðvikudaginn 11. febrúar fer fram morgunverðarráðstefna um áfallastjórnun á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er Þegar áfallið dynur yfir en þar verður fjallað um fyrstu viðbrögð við óvæntum atburðum og möguleg áhrif þeirra. Ráðstefnan er á vegum KOM almannatengsla, Humus, Vinnuverndar og Samtaka atvinnulífsins.