Ráðherra krefst minna umstangs fyrir fyrirtæki

Það er ekki nóg að ný lagasetning feli í sér göfug markmið. Lögin verða jafnframt að vera eins einföld í framkvæmd og mögulegt er, fyrir einstök fyrirtæki. Þetta hefur danski félagsmálaráðherrann, Claus Hjort Frederiksen, að leiðarljósi. Að sögn danska dagblaðsins Erhvervsbladet er Frederiksen lagður af stað í "krossferð til að skera niður umstangið sem er að gera stjórnendur fyrirtækja gráhærða." Hann hefur gert það að vinnureglu innan ráðuneytisins að um leið og hugmynd að nýrri lagasetningu fæðist beri að leggja mat á það hvort umrædd lög myndu hafa í för með sér aukið umstang fyrir fyrirtækin og borgarana. Ef ástæða sé til að ætla að svo yrði, þurfi rökin fyrir vinnu við umrætt lagafrumvarp að vera mjög sannfærandi.

Minnka skal reglubyrðina um 25%
Danska ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að minnka reglubyrði fyrirtækja um fjórðung fyrir árið 2010 og er herferð félagsmálaráðherrans hluti af vinnu við að ná því markmiði.

Sjá nánar á netmiðli Erhvervsbladet.