Pólland, Ungverjaland, Marokkó, WTO o.fl.
Fyrirhugaðir eru fundir Íslands og annarra EFTA-ríkja við Pólland, Ungverjaland, Marokkó, Ísrael og Palestínu, þar sem fjallað verður um framkvæmd fríverslunarsamninga þessara ríkja við EFTA-ríkin. Þetta er kjörið tækifæri til koma á framfæri hugsanlegum ábendingum eða athugasemdum vegna viðskipta við þarlenda aðila.
Fundur 11. febrúar
Útflutningsráð
hyggst af þessu tilefni skipuleggja fund þann 11. febrúar með
fyrirtækjum sem eiga viðskipti í Póllandi, Ungverjalandi eða
Marokkó. Fundurinn verður haldinn í samstarfi við utanríkisráðuneytið.
WTO. Vandræði í viðskiptum erlendis?
Jafnframt hyggst utanríkisráðuneytið senn hefja undirbúning fyrir
viðræður innan WTO (Heimsviðskiptastofnuninnar) um aukið frelsi í
alþjóðaviðskiptum. Ráðuneytið óskar upplýsinga um hugsanleg
vandamál sem fyrirtæki eiga við að glíma vegna viðskipta við önnur
lönd, t.d. hvað varðar tæknilegar viðskiptahindranir, fjárfestingar
eða skattamál, að ógleymdum tollum.
Fyrirtæki geta haft samband við Gústaf Adolf Skúlason hjá Samtökum atvinnulífsins, eða beint við Kjartan Jóhannsson sendiherra, utanríkisráðuneytinu.