Pólland, Slóvakía, Úkraína, Japan og Danmörk? (1)

Útflutningsráð hefur gert skoðanakönnun meðal íslenskra fyrirtækja á því hvert þau myndu vilja að ráðið skipulegði viðskiptasendinefndir árið 2005. Töluverðar líkur eru á að efnt verði til slíkra ferða til þeirra landa sem lentu í efstu sætunum, þ.e. til Póllands, Slóvakíu, Úkraínu, Japan og Danmerkur. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.