Pétur Reimarsson til SA

Pétur Reimarsson efnaverkfræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri umhverfismála hjá Samtökum atvinnulífsins. Pétur lauk doktorsprófi frá Tækniháskólanum í Lundi 1979 og starfaði hjá Rannsóknaráði ríkisins og Vinnueftirliti ríkisins að loknu námi. Hann var framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á árunum 1984-1991 og Árness hf. á árunum 1992-1997. Frá árinu 1998 hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi. Pétur hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.  Verkefni hans hjá SA munu m.a. snúa að umhverfismálum, vinnuverndarmálum, meðferð hættulegra efna og auðlindanýtingu.