Óvissu verði eytt sem fyrst

Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar sveitarfélaganna voru boðaðir á upplýsingafund í stjórnarráðinu í gær um mögulegar afleiðingar nýfallinna dóma Hæstaréttar um gengistryggingu lána. "Það var verið að kynna okkur ákveðnar sviðsmyndir sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa verið að setja upp í framhaldi á dómi Hæstaréttar. Þær voru misdökkar eftir því hvaða forsendur voru gefnar," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi en Vilhjálmur sat fundinn ásamt Vilmundi Jósefssyni, formanni SA. Vilhjálmur og Vilmundur segja að eyða þurfi óvissu í málinu sem allra fyrst. Það sé afar brýnt að það komi fljótt fram einhver lína um hvernig fjármálafyrirtækin ætli að taka á þessu máli og að ríkisstjórnin styðji þá leið.

Vilhjálmur segir þó ljóst að sama hvað gert verði þá verði látið reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. Umfjöllun fjölmiðla um málið má nálgast hér að neðan.

Sjá nánar:

Frétt mbl.is 25. júní

Frétt mbl.is 24. júní

Frétt Vísis 24. júní

Frétt RÚV Sjónvarps 24. júní