Össur hf. skrifar undir Global Compact S.Þ.

Össur hf. hefur skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Össur gerðist aðili að Global Compact undir lok síðasta árs. Á undanförnum árum hefur Össur hf. lagt aukna áherslu á samfélagsábyrgð í rekstri sínum, m.a. með verkefni sem tengist samskiptum við birgja í Asíu ásamt innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi (ISO14001). Þátttakan fellur vel að meginstefnu Össurar um að bæta lífsgæði þeirra sem þurfa á vörum fyrirtækisins að halda auk þess að vera í takt við gildi fyrirtækisins, sem eru hagsýni, heiðarleiki og hugrekki.

Frá framleiðslu Össurar

Aukin vitund um samfélagsábyrgð er meðal markmiða Global Compact. Að mati Össurar er mikilvægt að auka umræðu og þekkingu á samfélagsábyrgð á Íslandi og því til stuðnings tók Össur þátt í að stofna  Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og fulltrúi fyrirtækisins á sæti í stjórn samtakanna. Meginmarkmið Festu er að stuðla að vitundarvakningu og hvetja til rannsókna á málefnum samfélagsábyrgðar á Íslandi.

Frekari upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Össurar

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact.

Tengt efni:

Vefur Global Compact

Vefur tengslanets Global Compact á Norðurlöndum