Óskar Maríusson lætur af störfum

Óskar Maríusson efnaverkfræðingur hefur látið af störfum. Óskar starfaði hjá Samtökum atvinnulífsins frá stofnun þeirra í september 1999 og hjá Vinnuveitendasambandi Íslands frá því í maí 1992. Samtökin þakka Óskari vel unnin störf til fjölda ára og óska honum velfarnaðar að starfsævi lokinni.