Orlofsuppbót 2014 (1)

Samkvæmt almennum kjarasamningum SA greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2014 er kr. 39.500. Uppbótin tók viðbótarhækkun með samkomulagi um tveggja mánaða lengingu samningstíma. Ekki er lengur munur á verslunarmönnum og öðrum starfsgreinum en orlofs- og desemberuppbætur hafa nú verið samræmdar. Við útreikning orlofsuppbótar er litið til starfstíma og starfshlutfalls á síðasta orlofsári, þ.e. frá 1. maí 2013 til 30. apríl 2014, og telst fullt ársstarf í þessu sambandi 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Ekki er greitt orlof ofan á orlofsuppbót.

Nokkur félög innan SGS (AFL og Vlf. Suðurlands, Sandgerðis, Vestfjarða og Bolungavíkur) hafa ekki enn samið um hækkun orlofsuppbótar og er uppbót hjá þeim kr. 29.500. Ekki hefur verið gengið frá kjarasamningum við Drífanda stéttarfélag Vestmannaeyjum og er uppbót þar kr. 28.700.

Sjá nánar á vinnumarkaðsvef SA