Opnuð heimasíða Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja


Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa opnað heimasíðu. Aðild að samtökunum eiga tuttugu og fjögur fjármálafyrirtæki, en með stofnun samtakanna sameinuðust þrenn samtök á fjármálamarkaði, Samband íslenskra viðskiptabanka, Samtök verðbréfafyrirtækja og Samband lánastofnana. Tilgangur samtakanna er að vera málsvari fjármálafyrirtækja í hagsmunamálum þeirra, að stuðla að samkeppnishæfum starfsskilyrðum íslenskra fjármálafyrirtækja og að taka þátt í erlendu hagsmunasamstarfi aðildarfyrirtækja. Samtökin eiga aðild að Samtökum fjármálafyrirtækja sem aftur eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins. Sjá nánar vefinn