Opnir fundir SA um stöðu atvinnulífsins í kvöld

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda í kvöld á Selfossi og í Reykjanesbæ um stöðu atvinnulífsins og hvert stefnir. Fundirnir fara fram á Hótel Selfossi og Hótel Keflavík og hefjast kl. 20:00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Á fundunum verður m.a. ný atvinnustefna Samtaka atvinnulífsins kynnt ásamt tillögum sem SA hafa sett fram í aðdraganda viðræðna vegna framlengingar kjarasamninga fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Yfirskrift atvinnustefnu SA er hagsýn, framsýn og áræðin. Hún er innlegg í umræðu um hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í núverandi ástandi verður að bregðast rétt við þegar í stað, lágmarka skaðann og auðvelda nýja uppbyggingu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, er frummælandi á fundinum í Reykjanesbæ og Þorsteinn Erlingsson stýrir fundi. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, er frummælandi á fundi SA á Selfossi og þar stýrir Guðmundur Geir Gunnarsson fundi.

Smellið hér til að skrá þátttöku

Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna - janúar 2009 (PDF)