Efnahagsmál - 

25. janúar 2009

Opnir fundir SA um atvinnustefnu til framtíðar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opnir fundir SA um atvinnustefnu til framtíðar

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á mánudag og þriðjudag á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ. Þar verður ný atvinnustefna samtakanna kynnt ásamt tillögum sem SA hafa sett fram í aðdraganda viðræðna vegna framlengingar kjarasamninga fyrir 15. febrúar næstkomandi. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á mánudag og þriðjudag á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ. Þar verður ný atvinnustefna samtakanna kynnt ásamt tillögum sem SA hafa sett fram í aðdraganda viðræðna vegna framlengingar kjarasamninga fyrir 15. febrúar næstkomandi. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Yfirskrift atvinnustefnu SA er hagsýn, framsýn og áræðin. Hún er innlegg í umræðu um hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í núverandi ástandi verður að bregðast rétt við þegar í stað, lágmarka skaðann og auðvelda nýja uppbyggingu.

Þór Sigfússon, formaður SA ræðir atvinnustefnu SA á Akureyri, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA á Egilsstöðum og í Reykjanesbæ og Hannes G. Sigurðsson á Ísafirði og Selfossi.

Hægt er að nálgast yfirlit yfir fundina hér að neðan ásamt rafrænu eintaki af atvinnustefnu SA.

Smellið hér til að skrá þátttöku - yfirlit funda

Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna - janúar 2009 (PDF)

Samtök atvinnulífsins