Opinn fundur um stöðu atvinnumála á Sauðárkróki á morgun

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn föstudaginn 10. desember á Sauðárkróki. Fundurinn fer fram á Hótel Mælifelli kl. 12 - 14. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan:

Föstudaginn 10. desember á Sauðárkróki

Hótel Mælifelli kl. 12-14. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

SKRÁ ÞÁTTTÖKU HÉR