Opinn fundur um samstarf menningar- og atvinnulífs

Máttarstólpar og menningin
Tækifæri, samstarf, skyldur og reynsla

Föstudaginn 5. september kl. 13.30 til 17.00 gangast Listahátíð í Reykjavík og Höfuðborgarstofa, í samvinnu við Samtök atvinnulífsins, fyrir opnum fundi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um samstarf menningar- og atvinnulífs. Aðalfyrirlesari fundarins verður Mikael Strandänger, framkvæmdastjóri alþjóðlegu samtakanna Arts and Business (Kultur och Näringsliv) í Svíþjóð.

Dagskrá:
· Valur Valsson, formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík og Útflutningsráðs, setur fundinn
· Mikael Strandänger, framkvæmdastjóri Arts & Business í Svíþjóð. Í fyrirlestri sínum segir hann m.a. stuttlega frá samtökunum Arts and Business, fjallar um mikilvægi góðs samstarfs á þessu sviði, skattalöggjöf sem hvetjandi afl fyrir samstarf atvinnu- og menningarlífs, sameiginleg markmið og hagsmuni. Jafnframt tekur hann dæmi af góðu samstarfi menningar- og atvinnulífs. (Fyrirlesturinn verður á ensku).
· Kaffihlé
· Pallborðsumræður: Þátttakendur Mikael Strandänger, Bogi Pálsson, viðskiptafræðingur, Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður og Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi. Stjórnandi pallborðs, Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnar Höfuðborgarstofu. (Pallborðsumræður fara fram á íslensku).
· Fyrirspurnir og umræður
· Móttaka fyrir fundargesti í Hafnarhúsinu

Fundurinn er öllum opinn

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti á artfest@artfest.is, info@visitreykjavik.is - eða í síma 561 2444, á skrifstofu Listahátíðar í Reykjavík.