Opinn fundur um atvinnumálin í Reykjavík miðvikudaginn 9. febrúar kl. 8:30-10:00

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnumálin í Reykjavík miðvikudaginn 9. febrúar kl.8:30-10:00. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjaraviðræður auk þess að svara fyrirspurnum. Þá munu stjórnendur fjölbreyttra fyrirtækja fjalla um mikilvægi þess að atvinnuleiðin verði farin út úr kreppunni en ekki verði farin leið atvinnuleysis- og verðbólgu sem mun viðhalda stöðnun í þjóðfélaginu næstu árin.

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:00. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á FUND SA

Samtök atvinnulífsins telja vænlegustu leiðina út úr kreppunni vera atvinnuleiðina. Í henni felst áhersla á atvinnusköpun, fjárfestingu í atvinnulífinu og aukinn útflutning á vöru og þjónustu.

Atvinnuleiðin 

Sjá nánar á vinnumarkadurinn.is