Opinn fundur um atvinnumál föstudaginn 12. mars

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar föstudaginn 12. mars um stöðu og horfur í atvinnumálum. Fundurinn fer fram á Hótel Nordica kl. 8:30-10:00.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, kynnir nýja stefnumörkun samtakanna Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins en auk hans flytja erindi  Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í kjölfarið fara fram umræður og fyrirspurnir.

Skráning og léttur morgunverður frá kl. 8:00.

Þátttakendur fá eintak af nýju riti SA: Atvinna fyrir alla.

Fundarstjóri er Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU