Opinn fundur um afnám gjaldeyrishafta á miðvikudag - skráning stendur yfir

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunfundar um afnám gjaldeyrishafta á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 16. maí kl. 8.30-10. Á fundinum verður m.a. rætt um nýja áætlun SA um afnám gjaldeyrishaftanna en Samtök atvinnulífsins telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga, að höftin verði afnumin sem fyrst þar sem þau valda þjóðinni sífellt meiri skaða. Skráning á fundinn er nú í fullum gangi en skráningu lýkur á morgun.

Áætlun SA, sem hefur verið birt á vef samtakanna, gerir ráð fyrir að gjaldeyrishöftin falli niður í árslok og ráðist verði í sérstakar mótvægisaðgerðir til að takmarka tjón skuldsettra heimila af hugsanlegu gengisfalli krónunnar.

Frummælendur á fundinum eru Árni Páll Árnason, alþingismaður, Ólöf Nordal alþingismaður, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Fundarstjóri er Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

Að afloknum erindum fara fram umræður og fyrirspurnir.

Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00 en fundurinn hefst stundvíslega klukkan 8.30 og verður lokið ekki síðar en 10. Fundurinn fer fram í sal H&I á 2. hæð Nordica.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan:

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Tengt efni:

Áætlun SA um afnám gjaldeyrishafta - íslensk útgáfa (PDF)

Áætlun SA um afnám gjaldeyrishafta - ensk útgáfa (PDF)