Opinn fundur SA um atvinnumálin á Reyðarfirði í dag kl. 12

Fundaröð Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn heldur áfram í dag, föstudaginn 12. nóvember. Á Reyðarfirði hefst fundur SA kl. 12 í Safnaðarheimilinu en Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða þar um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Þetta er fjórði fundur SA á landsbyggðinni um atvinnumálin í vikunni. Fyrsti fundurinn fór fram á Ísafirði á þriðjudaginn, í gær mættu yfir 100 manns úr norðlensku atvinnulífi á fundi SA á Akureyri og Húsavík en fleiri fundir verða auglýstir síðar. Fjallað verður um fundina á vef SA næstu daga.

Skráning á fund SA á Reyðarfirði er hér að neðan:

Föstudaginn 12. nóvember á Reyðarfirði

Safnaðarheimilinu kl. 12-14. Léttur hádegisverður.

Skrá þátttöku hér