Opinn fundur SA um atvinnumálin á Húsavík á fimmtudag kl. 12

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar á Húsavík, fimmtudaginn 24. nóvember, um stöðu atvinnu- og efnahagsmála. Fundurinn fer fram á veitingahúsinu Sölku kl. 12-14 og eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Formaður SA, Vilmundur Jósefsson, og framkvæmdastjóri SA, Vilhjálmur Egilsson, munu kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna á Íslandi og bæta lífskjörin auk þess að efna til umræðu um leiðir út úr kreppunni. Jón Helgi Björnsson formaður bæjarráðs Norðurþings, mun fjalla um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu.

Einnig verður greint frá niðurstöðum nýrrar könnunar Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi.

Fundurinn er hluti af fundaröð SA Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara.

Boðið verður upp á létta hádegishressingu og kraftmikið kaffi.

Smelltu til að skrá þig