Opinn fundur SA hefst kl. 8.30 í Hörpu

Mikill áhugi er á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins um atvinnu- og efnahagsmál sem hefst kl. 8.30 í Hörpu. Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara er yfirskrift fundarins en hátt í 200 þátttakendur hafa boðað komu sína á fundinn. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu kynna nýtt rit samtakanna en auk þeirra mun stór hópur stjórnenda fjalla um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna á Íslandi og bæta lífskjörin.

Til máls taka Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðideildar Eimskips.

Fundurinn fer fram í Silfurbergi á 2. hæð Hörpu.