Opinn fundur KPMG um breytingar á skattkerfinu í fyrramálið

KPMG efnir til morgunverðarfundar þriðjudaginn 19. október þar sem fjallað verður um fyrstu tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar og umbætur á skattkerfinu og hvernig þær birtast í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011. Á fundinum verður jafnframt gerð grein fyrir tillögum Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands í skattamálum sem settar voru fram í ritinu Skattkerfi atvinnulífsins og þær bornar saman við tillögur starfshópsins.

Fyrirlesari er Alexander G. Eðvardsson, forstöðumaður skattasviðs KPMG.

Skráning er án endurgjalds.

Staðsetning: Skrifstofur KPMG, Borgartúni 27, 8.hæð

Tími: kl. 8:30 - 10:00. Húsið opnað kl. 8:15

SKRÁNING HÉR