Opin dagskrá aðalfundar SA 18. apríl 2012 - skráning í fullum gangi

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2012 fer fram á Hótel Nordica miðvikudaginn 18. apríl á síðasta degi vetrar. Yfirskrift fundarins er Uppfærum Ísland  en meðal ræðumanna á opinni dagskrá fundarins sem hefst kl. 14 verður Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA flytur ávarp og hópur stjórnenda mun ræða um nauðsyn þess að ráðast strax í að uppfæra Ísland. SA munu einnig leggja fram á fundinum beinar  tillögur að uppfærslu Íslands, sterkara menntakerfi og öflugra atvinnulífi.

Í umræðum taka þátt, Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar matorku, Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis, Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical og Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.

Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. 

Takið því daginn frá, skráið ykkur til leiks og uppfærið dagbókina. Í lok fundar kl. 16 kveðjum við veturinn, spjöllum saman og fögnum sumri.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Skráðu þig strax í dag!