Öll í takt

Eng­um dylj­ast stór­stíg­ar fram­far­ir í land­inu á síðari hluta 20. ald­ar. Hag­ur alls al­menn­ings batnaði jafnt og þétt, lífs­kjör urðu sam­bæri­leg því sem best ger­ist. Stór­stíg­ar fram­far­ir urðu í al­menn­um innviðum; heil­brigðis­kerfi, sam­göng­um, orku­kerfi, fjar­skipt­um ásamt því að starf­semi rík­is og sveit­ar­fé­laga efld­ist mjög.

All­ar þess­ar fram­far­ir byggðust að veru­legu leyti á sí­vax­andi styrk at­vinnu­lífs­ins, gríðarlegri aukn­ingu út­flutn­ingstekna, mikl­um skipu­lags­breyt­ing­um, sér­hæf­ingu og frum­kvæði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja um að sækja fram, stunda ný­sköp­un og öfl­uga markaðssókn. Áhersla á sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda varð einnig lyk­ill þess að horfa til lengri tíma og há­marka þannig arðsemi auðlind­anna í þágu kom­andi kyn­slóða.

Frjáls alþjóðaviðskipti hafa lagt grunn að öfl­ug­um út­flutn­ingi og tryggja hag­kvæm­an aðgang að vör­um og þjón­ustu sem ekki eru eða verða til inn­an­lands. Þessi viðskipti eru byggð á alþjóðleg­um samn­ing­um þar sem leit­ast er við að af­nema tolla og aðrar viðskipta­hindr­an­ir hvort sem er tak­mörk­un fjár­magns­flutn­inga, höf­unda­rétt­ar eða veit­ingu þjón­ustu á milli landa. Einnig hef­ur skipt máli að Íslend­ing­ar hafa verið iðnir að sækja sér mennt­un og fróðleik til annarra landa og flytja heim með sér dýr­mæta þekk­ingu og reynslu. Á síðustu ára­tug­um hef­ur einnig skipt máli að fjöl­breytt fólk hef­ur tekið sér bú­setu hér á landi og sam­fé­lagið allt notið góðs af því.

Ísland hef­ur und­an­farna ára­tugi borið gæfu til að eiga aðild að öfl­ug­um viðskipta­samn­ing­um en gerð þeirra hófst að lok­inni seinni heims­styrj­öld­inni. Mestu hafa skipt samn­ing­ar um aðild að EFTA og síðar að Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Nú er svo komið að viðskipta­samn­ing­ar sem Ísland á aðild að skipta tug­um og ná til flestra heims­svæða og alls kyns viðskipta.

Sam­starf at­vinnu­lífs­ins og stjórn­valda um þjón­ustu við fyr­ir­tæki og viðskipta­hags­muni er­lend­is hef­ur jafn­an verið gott og stjórn­völd brugðist við ósk­um fyr­ir­tækja um aðstoð við þessa hags­muni víða um heim.

Nú síðast varð eðlis­breyt­ing á Íslands­stofu sem er rek­in sem sjálf­seign­ar­stofn­un í eigu rík­is­ins og at­vinnu­lífs­ins og þjón­ust­ar víðtæka hags­muni sem bæði eru mik­ils­verðir hér inn­an lands auk þess að skipta fjölda­mörg út­flutn­ings­fyr­ir­tæki mjög miklu við öfl­un nýrra markaða og aukna sókn á eldri markaði.

Öllu þessu er lýst í skýrslu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins ÁFRAM GAKK – Ut­an­rík­is­viðskipta­stefna Íslands, sem út kom í síðasta mánuði. Samn­ing­um Íslands er þar lýst ásamt þróun í alþjóðaviðskipt­um síðustu ára­tugi. Mik­ill feng­ur er að skýrsl­unni og er hún afar gagn­leg þeim sem vilja kynna sér þróun viðskipta­samn­inga, eðli þeirra og nyt­semi fyr­ir ein­stök fyr­ir­tæki, at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið í heild.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.