Olíuverð 17% hærra en í fyrra

Verð á hráolíu er í sögulegu hámarki en um miðjan maí seldist tunnan á tæpa 40 dollara sem er hærra verð en sést hefur frá því á árinu 1977. Fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra var meðalverð á olíutunnunni um 30 dollarar en á sama tímabili í ár er verðið komið upp í rúma 35 dollara og hefur þar með hækkað um rúm 17%. Ástæður þessara verðhækkana eru fyrst og fremst aukin eftirspurn eftir eldsneyti, ekki síst frá Kína, og ótryggt ástand í Miðausturlöndum, einkum Írak.

 

 

mynd hér (skoða með GAS bitte) 

 

 

Olíuverðshækkanir á heimsmarkaði geta haft veruleg áhrif á atvinnulífið, ekki síst á rekstur sjárvarútvegsfyrirtækja sem að undanförnu hafa glímt við lágt fiskverð og hátt gengi krónunnar. Hins vegar hafa olíuhækkanir í dag ekki sömu áhrif og áður fyrr. Í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda þrefaldaðist hráolíuverð á heimsmarkaði og hafði sú hækkun víðtæk áhrif á efnahagslíf landsins, enda var verðmæti innfluttra olíuafurða á bilinu 4-6% af landsframleiðslu þess tíma. Núna er þetta hlutfall um 2%. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var hlutfall olíu í frumorkunotkun Íslendinga um 55% á árinu 1974 en í fyrra var það rúmlega 25%. Samkvæmt þessu hefði veruleg hækkun olíuverðs ekki sömu áhrif í dag og áður fyrr m.a. vegna betri nýtingar og tilfærslu yfir í aðra orkugjafa.