Nýtt tímarit SA komið út

Samtök atvinnulífsins gáfu í dag út nýtt tímarit þar sem horft er til þeirra fjölmörgu tækifæra sem eru í atvinnulífinu. Þar er að finna  uppskrift að því hvernig búa má til fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar. Fjölmargir leggja til hráefni í uppskriftina en alls er rætt við yfir 30 stjórnendur í ritinu auk þess sem leitað var eftir hugmyndum meðal allra félagsmanna Samtaka atvinnulífsins.

Í ritinu er  að finna snarpar greinar um efnahagsmál auk 12 tengdra sjónvarpsviðtala. Um 200 manns úr íslensku atvinnulífi fögnuðu útgáfunni í Hörpu í morgun á opnum fundi SA um atvinnumálin.

Eintak tímaritsins er á leið til félagsmanna SA í pósti en rafræna útgáfu má nálgast hér að neðan.

Smelltu til að lesa!


Í ritinu er rætt við eftirfarandi aðila:

Bala Kamallakharan, framkvæmdastjóra GreenQloud, Ásu Brynjólfsdóttur, rannsókna- og þróunarstjóra Bláa Lónsins,Höskuld Steinarsson, framkvæmdastjóra Fjarðalax, Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóra Nordic Visitor, Finn Árnason, forstjóra Haga, Hrefnu Sætran, landsliðskokk, Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hlaðbæjar-Colas, Guðmund Sveinsson, framkvæmdastjóra Héðins, Sigríði Heimisdóttir, hönnuð, Baltasar Kormák, leikstjóra og framleiðanda, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, Eva Maríu Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóra Pink Iceland, Berglindi Gunnarsdóttir, Hótel Egilsen, Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóra Gekon, Ásdísi Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttir, eigendur Sinnum, Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, Höskuld H. Ólafsson, bankastjóra Arion banka,  Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands,  Einar Þorsteinsson, forstjóra Elkem Ísland,  Eyjólf Árna Rafnsson, forstjóra Mannvits,  Kolbein Kolbeinsson, forstjóra Ístaks, Svein Margeirsson, forstjóra Matís, Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, Landnámssetri Íslands, Árna Stefánsson, forstjóra Vífilfells, Ásbjörn Gíslason, forstjóra Samskipa og Sigurð Ágústsson, framkvæmdastjóri Agustson í Stykkishólmi.

Sjónvarpsviðtöl má nálgast hér að neðan, en tenglar á viðtölin eru einnig í tímaritinu: