Nýtt starfsfólk SA

Christoph Kuhn hefur verið ráðinn til starfa á hagdeild Samtaka atvinnulífsins. Christoph er með meistaragráðu í hagfræði frá Kölnarháskóla og hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Landsbanka Íslands, en þar áður m.a. hjá Seðlabanka Íslands. Christoph er fæddur árið 1970. Hann hefur störf hjá SA í ársbyrjun 2003 og tekur við af Sigurði Jóhannessyni sem starfaði hjá SA frá árinu 1999 þar til í október 2002, en hefur nú hafið störf fyrir Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Samtök atvinnulífsins þakka Sigurði fyrir vel unnin störf og óska honum velfarnaðar í nýju starfi.

Þá hefur Helga Bjarklind Jóhannesdóttir verið ráðin í stöðu bókara hjá SA og hóf hún störf í nóvember. Helga lauk prófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands 1984 og síðan Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1988.  Hún nam bókfærslu og tölvubókhald hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1998. Frá árinu 2000 hefur Helga gegnt starfi skrifstofustjóra hjá Teymi hf., en áður starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá Fræðslumiðstöð bílgreina frá árinu 1996.  Helga er fædd 1964. Eiginmaður hennar er Guðmundur K. Bender og eiga þau þrjú börn.