Nýtt rit um viðskiptasérleyfi

SVÞ og Íslandsbanki hafa gefið út rit um viðskiptasérleyfi (franchise), sem ætlað er að leiðbeina um hvernig staðið er að stofnun og rekstri slíkra fyrirtækja. Viðskiptasérleyfi hafa orðið æ algengari í verslun og þjónustu undanfarin ár, en hingað til hafa engar leiðbeiningar verið gefnar út um þetta málefni hér á landi. Sjá nánar á vef SVÞ.