Nýtt rit SA um skattamál atvinnulífsins er komið út

Samtök atvinnulífsins gefa í dag út nýtt rit um skattamál atvinnulífsins undir yfirskriftinni Ræktun eða rányrkja? Í ritinu er leiðinni til betra skattkerfis lýst og settar eru fram tillögur að markvissum breytingum á næstu fjórum árum sem miða að því að bæta hag fólks, fyrirtækja og ríkissjóðs. Rafrænt eintak ritsins má nú nálgast á vef SA, en kynning á tillögum SA fór fram á opnum fundi í Hörpu.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA RIT SA (PDF)

Skattarit SA 2012 - forsíða