Nýtt rit SA um samkeppnismál kynnt fyrir fullu húsi

Í dag kemur út nýtt rit Samtaka atvinnulífsins um samkeppnislögin, framkvæmd þeirra og viðhorf atvinnulífsins til samkeppnismála. Kynning á ritinu stendur nú yfir á Hótel Nordica fyrir fullu húsi. Ritið verður birt á vef SA að loknum kynningarfundinum ásamt umfjöllun um fundinn. 

Frummælendur eru Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Ari Edwald, forstjóri 365, Heimir Örn Herbertsson, hrl. og Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl. Fundinum stýrir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.

Fundur SA 3. október 2012