Nýtt rit SA: Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara

Smelltu til að sækjaSamtök atvinnulífsins gáfu í dag út nýtt rit um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna á Íslandi og bæta lífskjörin. Kynning á helstu atriðum þess fór fram á opnum fundi SA í Hörpu í morgun en Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA kynntu ritið.

Um 200 manns úr íslensku atvinnulífi sóttu fundinn en fjölbreyttur hópur stjórnenda steig á stokk og fjallað um skýrslu SA ásamt því að beina sjónum að því hvernig rjúfa megi kyrrstöðuna út frá sjónarhóli þeirra atvinnugreina.

Til máls tóku, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðideildar Eimskips.

Samantekt frá fundinum verður birt á vef SA á mánudaginn en hér að neðan má nálgast rafrænt eintak rits SA ásamt þeim fréttum sem hafa nú þegar verið birtar á vef SA af fundinum.

Nýtt rit SA: Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara (PDF)

Fjölmenni var á fundi SA 11.11.11

Umfjöllun á vef SA:

Formaður SA: Rauða ljósið hefur logað of lengi á Íslandi

Framkvæmdastjóri SA: Þurfum að gera miklu betur

Forstjóri Ölgerðarinnar: Fáránlegt vaxtastig hamlar fjárfestingu og hækkar verðlag

Framkvæmdastjóri Bláa Lónsins: Byggja þarf upp hvetjandi umhverfi fyrir fjárfestingar og eyða óvissu

Forstjóri Haga: Kjötskortur reyndist íslenskum neytendum dýr