Nýtt fréttabréf SA komið út

Júnítölublað fréttabréfs SA, Af vettvangi, er komið út á vef SA. Þar er m.a. fjallað um risavaxna áskorun í ríkisfjármálunum en stjórnvalda bíður það verkefni að draga úr ríkisútgjöldum um 100 milljarða á þremur árum, eða sem nemur 20% af útgjöldum. Niðurstöður nýrrar Capacent-könnunar sýna að íslenskir stjórnendur eru svartsýnni á framtíðina en áður. Fjallað er um svarta framtíðarspá sem kynnt var á ársþingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) en hún gerir ráð fyrir heimskreppu til ársins 2015. Í fréttabréfinu er jafnframt bent á að Íslendingar geti sparað 11 milljarða á ári með því að taka upp rafræn viðskipti.

Fréttabréf SA í júní má nálgast hér