Nýtt fréttabréf SA komið á vefinn

Á vef SA má nú nálgast nýjasta tölublað fréttabréfs samtakanna, Af vettvangi. Þar er m.a. fjallað um þær forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að skapa ný störf. Fjallað er um aðalfund SA sem fram fer n.k. miðvikudag og kosningu formanns Samtaka atvinnulífsins sem nú stendur yfir. Þá er þar að finna upplýsingar um nýtt gjald til sjúkrasjóðs háskólamanna og vakin athygli á fundi umhverfishóps SA í lok mánaðarins þar sem staðan í alþjóðlegum viðræðum um loftslagsmál verður til umræðu.

Fréttabréf SA má nálgast hér