Nýsköpunarstyrkir Starfsafls fyrir fyrirtæki (1)

Starfsafl hefur ákveðið að veita tvo svokallaða nýsköpunarstyrki Starfsafls. Hvor um sig er að upphæð 500.000 kr. og er tilgangur þeirra að styðja við viðleitni fyrirtækja innan SA til að vinna að nýsköpun í símenntunarmálum starfsmanna sem aðild eiga að Flóabandalaginu. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánar á vef Starfsafls.