Nýsköpun í brennidepli á Iðnþingi 2011 (1)

Samtök iðnaðarins efna til Iðnþings 2011 á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. mars kl. 13-16. Þar verður fjallað um nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi. Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SI.

Yfirskrift Iðnþings 2011 er Nýsköpun alls staðar en þau sem taka þátt í dagskrá þingsins eru Helgi Magnússon, formaður SI, Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans - HR, Tatjana Latinoviv, sviðsstjóri hugverkasviðs Össurar, Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI.

DAGSKRÁ OG SKRÁNING Á VEF SI