Nýr starfsmaður SA í Brussel

Ástfríður Margrét Sigurðardóttir hefur verið ráðin í hlutastarf á Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel og hefur störf 1. september. Ástfríður er matvælafræðingur að mennt og hefur m.a. starfað hjá Hollustuvernd ríkisins. Þá hefur hún nýlokið meistaranámi í Evrópufræðum við háskólann í Leuven í Belgíu. Ástfríður mun gegna stöðu varafastafulltrúa SA hjá UNICE, Evrópusamtökum atvinnulífsins.