Nýr hagfræðingur til SA (1)

Vilborg H. Júlíusdóttir hefur verið ráðin til starfa á hagdeild Samtaka atvinnulífsins. Vilborg starfaði sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun á árunum 1987 til 2002, en hefur frá árinu 2002 gegnt starfi forstöðumanns hagdeildar Tryggingastofnunar. Vilborg útskrifaðist árið 1987 sem cand oecon frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, af þjóðhagskjarna. Þá hefur hún lokið hluta meistaranáms í fjármálum við viðskipta- og hagfræðideild HÍ árið 2000.