Nýr hagfræðingur til SA

Guðrún Johnsen hefur verið ráðin til starfa hjá Samtökum atvinnulífsins og hefur hún störf á hagdeild samtakanna 1. september næstkomandi.

Guðrún útskrifaðist með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún lauk M.A. gráðu í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan árið 2002 og M.A. gráðu í tölfræði frá sama skóla árið 2003. Á árunum 1999 til 2001 starfaði Guðrún sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins, en á árunum 1998 til 1999 starfaði hún hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki, við fjármálagreiningu og árangursmælingar.