Nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Stjórn Samtaka iðnaðarins hefur ákveðið að ráða Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra SI, í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Tekur hann við starfinu af Sveini Hannessyni frá og með næstu mánaðamótum. Sveinn hefur gengt margs konar trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins og setið í stjórnum lífeyrissjóða, Samtaka atvinnulífsins og félaga sem tengjast starfsemi Samtaka iðnaðarins. Sveinn tekur við starfi framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar hf. um næstu mánaðamót. Sjá nánar á vef SI