Nýr fastafulltrúi SA í Brussel
Jón Óskar Sólnes hefur verið skipaður fastafulltrúi Samtaka atvinnulífsins hjá BUSINESSEUROPE (Evrópusamtökum atvinnulífsins) til eins árs frá og með 1. júlí 2009. Jón Óskar leysir af Sigrúnu Kristjánsdóttur sem fer í árs barnsburðarleyfi.
Jón Óskar hefur fjölþætta reynslu af
alþjóðamálum en hann hefur m.a. starfað á undanförnum árum sem
framkvæmdastjóri Norrænu friðareftirlitssveitarinnar á Srí Lanka,
sem forstöðumaður mannúðarmála hjá Össuri hf. og sem talsmaður
Norrænu friðareftirlitssveitarinnar á Srí Lanka auk þess að vera
forstöðumaður upplýsingasviðs lögregluaðgerðar Evrópusambandsins í
Bosníu og Herzegóvínu.
Samtök atvinnulífsins bjóða Jón Óskar velkominn til starfa. Róbert Trausti Árnason er eftir sem áður verkefnastjóri Evrópumála hjá Samtökum atvinnulífsins með aðsetur í Brussel og á Íslandi.
SA og SI eiga aðild að BUSINESSEUROPE en samtökin eru málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum í 34 löndum Evrópu.