Fréttir - 

24. September 2001

Nýir ESB-skattar?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýir ESB-skattar?

Nýr samræmdur orkuskattur og nýr sameiginlegur skattur á rafræn viðskipti eru meðal þess sem Belgar vilja að samkomulag náist um í formennskutíð þeirra í ESB.

Nýr samræmdur orkuskattur og nýr sameiginlegur skattur á rafræn viðskipti eru meðal þess sem Belgar vilja að samkomulag náist um í formennskutíð þeirra í ESB.


 

Nýr samræmdur orkuskattur.
Belgar, sem nú fara með formennsku í ESB, hafa einsett sér að ná samkomulagi fyrir árslok um nýjan samræmdan orkuskatt innan sambandsins. Málið hefur verið árum saman til umfjöllunar innan sambandsins, en Spánverjar hafa m.a. staðið í vegi fyrir framgangi þess og vilja þeir tengja framgang málsins við opnun fransks orkumarkaðar fyrir erlendri samkeppni. Að sögn Didiers Reynders, fjármálaráðherra Belgíu, verður reynt að ná samkomulagi um málið á leiðtogafundi ESB í desember nk. Náist það ekki verður að hans sögn reynt að fara aðra leið, þ.e. koma á samstarfi a.m.k. tíu aðildarríkja um slíkan skatt. Slík ákvörðun krefst hins vegar samhljóma samþykkis í ráðherraráðinu sem gæti reynst torsótt.

Nýr sameiginlegur skattur á rafræn viðskipti.
Fjármálaráðherrarnir ræddu einnig um að taka upp sameiginlegan skatt á rafræn viðskipti, en eins og staðan er nú geta fyrirtæki utan ESB selt varning sinn virðisaukaskattsfrjálsan innan ESB í gegnum Netið. Að sögn Reynders styðja þrettán aðildarríki sambandsins þegar við tillöguna, og vonast hann til að hún verði einnig samþykkt fyrir árslok.

Sjá nánar á heimasíðu sænsku samtaka atvinnulífsins.


 

Samtök atvinnulífsins